SPJALLAÐ Á HRINGBRAUT VIÐ BOGA OG SIGMUND ERNI
16.10.2019
Í gær tókum við saman spjall á Hringbraut við Bogi Ágústsson, fyrrum samstarfsmaður minn til margra ára á Sjónvarpinu, og Sigmundur Ernir, þáttastjórandi en einnig hann var um tíma samstarfsmaður. Það var þegar við báðir gegndum þingmennsku.
Umræðuefnin voru Katalónía, mannréttindabrotin þar, árás Tyrkja á byggðir Kúrda í Rojava, kosningarnar í Póllandi, “popúlismi” og tvískinningur í stjórnmálum og síðan Brexit.
Allt var þetta á vinsamlegum nótum eins og við mátti búast þótt ekki værum við sammála um allt: http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/tuttuguogeinn-thridjudaginn-15-oktober-2019-bogi-agustsson-og-ogmundur-jonasson