SPRETTHARÐARI EN HRYGNA ,VÍÐSÝNNI EN ÖRN
Það er alveg makalaust hvernig sumt fólk hagar sér og lætur í kringum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannsslagnum í Samfylkingunni. Á meðal margra stuðningsmanna hennar svífur yfir vötnum óviðfeldin og afar óæskileg persónudýrkun. Þessi upphafning á foringjanum minnir mjög á það sem viðgengist hefur til að mynda gagnvart Davíð Oddssyni í Sjálfstæðisflokknum - og er kunnara en frá þurfi að segja hvernig foringjahollustan hefur leikið lýðræðið þar á bæ. Stundum er dýrkunin undirliggjandi en stundum kemst hún á ógnarinnar flug og í hæstu hæðir eins og t.d. hjá Jóni nokkrum Björnssyni. Jón þessi bregður upp ógleymanlegri lýsingu á eiginleikum Ingibjargar og birtast allir þeir miklu mannkostir á heimasíðu hennar, ingibjörgsolrun.is. Þar segir Jón um foringjaefni sitt: „Hún er sprettharðari en hrygna, víðsýnni en haförn og þolnari en hreindýr. Hún hefur mörg hundruð gígabæta minni. Veikleikar hennar eru bæði fáir og ómerkilegir. Svo er hún skynsöm, réttsýn og heiðarleg og tekur örugglega ekki nema í mesta lagi eitt feilspor á ævinni. Hún á að stjórna Samfylkingunni, Íslandi og helst allri Evrópu - ekki spurning.“
Fyrir hönd þeirra sem unna lýðræði er vonandi að fólk uggi að sér í svona nokkru og velti því líka fyrir sér hvort Ingibjörg Sólrún hafi yfirleitt áhuga á þeim ofurmennabúningi sem stuðningsfólkið hneigist allt of oft til að klæða hana í. Sér
Kannski - og vonandi - eru þessar athugasemdir mínar á einhverjum misskilningi byggðar; kannski skil ég heldur ekki hugtökin umræðustjórnmál og lýðræði. En ef svo skyldi nú vilja til að málflutningur
Þjóðólfur