SPURNING AF PLANI
Sæll Ögmundur. Kjararáð hefur nú hækkað laun yfirmanna í það sem áður var. Starfsmenn stjórnarráðsins hafa fengið það sem þau áður höfðu. Hefur þú kannað hjá þínum stofnunum hvort þær hafi skilað kjörum tilbaka til starfsmanna áður en til niðurskurðar kom? Frá hvaða tíma? Munum við heyra opinberlega af þeirri könnun?
Starfsmaður á plani
Sæll. Þakka þér bréfið. Engir kjarasamningsbundnir kauptaxtar voru lækkaðir. Það á við um BSRB og BHM fólk. Það fólk sem naut umframkjara og hafði meira en 400 þúsund króna mánaðarlaun sætti skerðingu á yfirvinnu og í sumum tilvikum hugsanlega á einhverjum öðrum greiðslum. Þau sem heyra undir Kjararáð, búa hins vegar við aðra launasamstengu því þar semja stéttarfélögin ekki. Þar tók Kjararáð ákvörðun um launalækkun sem nú verður fallið frá þannig að launin færast í það horf sem þau voru fyrir skerðingu. Skerðingin hjá kjarasamningsfólkinu gekk hins vegar til baka á síðasta ári og skýrir það gagnrýni Kjararáðsfólk sem ekki fær sambærilegra afturvirkni.
Ögmundur