SPURT AÐ NÝJU UM AFSTÖÐU TIL BREYTINGA Á STJÓRNARSKRÁ
Alþingismönnum berast nú stöðluð bréf frá áhugafólki um breytingar á stjórnarskrá. Bréfið er eftirfarndi: Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 20. október 2012.
Yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda vildi að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá og lýsti stuðningi við tiltekin álitaefni sem spurt var um.
Hver er þín afstaða? Ber þingmönnum siðferðileg og pólitísk skylda til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðar til?
Vinsamlega svaraðu með því að senda að minnsta kosti "já" eða "nei" á netfangið 20oktober@oktober.is
Með kveðju,...."
Ég vil gjarnan svara þessu erindi en neita nú sem fyrr að svara því játandi eða neitandi. Slík svör yrðu misvísandi um mína afstöðu sem ég m.a. gerði grein fyrir í aðdraganda síðustu kosninga, sbr. skrif mín hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/audvitad-gef-eg-upp-afstodu
og sjá hér: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20130318T172105