SPURT HVORT SÉ HREYFING EÐA FLOKKUR?
13.03.2020
Mér líst vel á að efna til umræðu í sjónvarpsútsendingum um kvótamálin. Ef stofnuð verður streymirás, kvótannheim.is, eins og þú boðar, Þýðir það þá að verið sé að stofna nýjan stjórnmálaflokk (sem mér litist MJÖG vel á eða er þetta ekki flokkur heldur hreyfing sem er í burðarliðnum? Svar óskat ...
Sunna Sara
Þakka þér bréfið Sunna Sara
Þetta er hreyfing en ekki flokkur um kvótann heim; hreyfing sem snýr sér til alls þjóðfélagsins og er öllu þjóðfélaginu opin.
Kv., Ögmundur