STALÍN ÚTVARPAÐI – BBC ÞAGGAÐI
Hinn heimskunni, fréttamaður, John Pilger, fylgdist með fyrirtöku á máli Julian Assange í London fyrir fáeinum dögum.
Hans sýn svipar til þeirrar sem breski diplómatinn Craig Murray, lýsti og vísað var til hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/mccarthyismi-a-ny-nu-med-adstod-fra-islandi
John Pilger telur réttarhöldin yfir Julian Assange vera söguleg, kunni að verða afdrifaríkari en Dreyfusmálið í Frakklandi fyrir rúmri öld, sem stundum er vitnað til í þessu samhengi, því þarna sé tekist á um frjálsa fréttamennsku til frambúðar.
Pilger segir að það sem hann sá fyrir rétti í London í máli Assange hafi minnt sig á Suður-Afríku á tímum apartheidstefnunnar og Sovétríkn á Stalínstímanum : “It reminded me of a newsreel of a show trial in Stalin's Moscow; the difference was that Soviet show trials were broadcast. Here, the state broadcaster, the BBC, blacked it out, as did the other mainstream channels.”
Hvers vegna gæti þetta mál orðið afdrifaríkt? Vegna þess að ef fjölmiðlar láta valta yfir þá sem upplýsa um stórfellda glæpi sem ríki eða einstaklingar fremja, svipta þá frelsi sínu og mannréttindum, þá komi að því að þeim fækki sem þori öðru en að þegja.
Ég hvet fólk til að rýna í þennan texta eftir John Pilger: http://johnpilger.com/articles/did-this-happen-in-the-home-of-magna-carta-