STENDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í VEGI ÞESS AÐ FRAMSÓKN EINKAVÆÐI?
Í síðustu viku héldu Samtök verslunar og þjónustu aðalfund þar sem hvatt var til þess að "að fleiri verkefni verði færð úr ríkisrekstri til einkaaðila", svo vitnað sé til frétta RÚV 21.3.
Á aðalfundinum kom fátt á óvart. Það er ekkert nýtt að þessi ágætu samtök hvetji til þess, fyrir hönd umbjóðenda sinna, að þeim verði færð verkefni sem þeir geti hagnast á. Þetta er gamalkunn hagsmunabarátta. Hrund Rudolfsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu kvað það vera afar óhagkvæmt fyrir þjóðfélagið að láta ekki einkaaðilum eftir að höndla með ýmsa starfsemi sem nú er á hendi hins opinbera. Afleiðingin "verður til þess", segir Hrund, "að það verður ákveðin sóun í þjóðfélaginu á fjármunum okkar landsmanna". Hræddur er ég um að ekki standist þetta nákvæma skoðun. En látum það liggja á milli hluta að sinni. Fréttamenn RÚV rekja málflutninginn áfram og leita síðan álits viðskiptaráðherrans, Valgerðar Sverrisdóttur. Þannig segir RÚV frá:
"Hrund lagði mikla áherslu á að opinberir aðilar keyptu til sín þjónustu, en þendu ekki út stofnanirnar þegar einkaaðilar gætu komið að málum. Enda sýndi það sig að með því að kaupa þjónustu einkaaðila, ykist nýsköpun í landinu. Valgerður sagði þetta atriði í stjórnarsáttmála og tók því undir orðin.
Valgerður Sverrisdóttir: Ég treysti því að við náum niðurstöðu á kjörtímabilinu því þetta eru hlutir sem að eru ekki okkur til sóma í ríkisstjórn að hafa ekki náð, náð að lagfæra þetta."
Ráðherra Framsóknar segir það ekki hafa verið "til sóma" að sýna ekki meiri dugnað við einkavæðinguna. Valgerður getur þó huggað sig við það að í vikunni verður frumvarp hennar um að