Fara í efni

STEYPA FREMUR EN FÓLK?

Er réttlætanlegt að verja milljörðum til að reisa tónlistarhús við höfnina á sama tíma og skorið er niður í heilbrigðiskerfinu? Ég segi nei. Sé ekki að tónlistarmenning landans sé að hruni komin. Vissulega á hún skilið höll. En við höfum ekki efni á því núna. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að verja takmörkuðum fjármunum ríkisins í steypu fremur en fólk? Þetta gengur ekki, Ögmundur!
Baldur Ragnarsson