Fara í efni

STÓRA KYNBOMBUMÁLIÐ

Sæll Ögmundur.
Það gerist stundum að manni verður orðavant. Ég er svo gamall að ég man Stóru Bombu, þ.e. þegar Jónas frá Hriflu var úrskurðaður geðveikur. En fyrir þá sem yngri eru þá var Jónas, stofnandi Framsóknarflokksins úrskurðaður geðveikur af læknum íhaldsins.
Þegar Valgerður Sverrisdóttir beitir fyrir sig feminisma í röksemdafærslu sinni í Evrópumálum er spurning hvort í uppsiglingu sé Stóra Kynbombumálið.
Snjólfur frá Djúpadal