STÓRIÐJU-FLOKKANA AFTUR TIL VALDA?
25.04.2013
Getur það verið að til standi að leiða stóriðjuflokkana, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk aftur inn í Stjórnarráð Íslands? Er ekki nóg að fá fréttir af lífvana Lagarfljóti eftir Kárahnjúkavirkjun? Ég hef oft verið hundóánægð með VG en ætla að kjósa flokkinn engu að síður - þrátt fyrir Bakka, því ég veit að VG er eina framboðið sem svo mikið sem leiðir hugann að náttúruvernd. Og meira en það er tilbúið að standa í fæturna. Regnbogann hefði ég vel getað hugsað mér að kjósa með jafnágætan mann og Þorstein Bergsson í öðru sæti. En það dugar bara ekki til, hann er ekki á leiðinni á þing. Því miður.
Náttúruverndarsinni af Austurlandi