STÓRIÐJUFLOKKARNIR
Á undanförnum áratugum hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur haft þá stefnu í atvinnumálum að stóriðja eigi að vera ein megin undirstaða efnahagslífsins. Ég er ekki á þeirri skoðun að það sé farsæl avinnustefna. Og Vinstrihreyfingin grænt framboð er ekki á því máli. Meðal annars þess vegna er ég þar innandyra.Við teljum að í okkar 350 þúsund manna samfélagi sé happadrýgri og skynsamlegri stefna að stuðla að margbreytileika í atvinnnulífi heldur en að við reiðum okkur á einsleitna stóriðju.
Þarna kemur margt til. Ég nefni fernt.
Í fyrsta lagi: Smá og meðalstór atvinnurekstur með eignarhaldið innan okkar landsteina skilar meiru í þjóðarbudduna en stóriðja með eignarhald og þar með rekstraarðinn í útlöndum.
Í öðru lagi: Stóriðja krefst stórtækra virkjana með miklum fórnarkostnaði náttúrunnar. Lífvana Lagarfljót er víti til að varast.
Í þriðja lagi: Í samningum við stóriðjyfyrirtæki er orkan jafnan framseld þeim til langs tíma.Slíkt er ekki hyggilegt í samfélagi sem tekur mjög örum breytingum og þar sem orka er af skornum skammti.
Í fjóðra lagi: Stórðija er aðeins verulega atvinnuskapandi á meðan hún er í uppbyggingu, þ.e. virkjun og framleiðsluhús í byggingu. Eftir það eru störfin fá miðað við fjárfestingu.
Sæmi dæmi til samanburðar má nefna að skapandi greinar eru grunnstoð í atvinnulífinu sem standa undir hátt í 10 þúsund árasverkum og velta tæpum 200 milljörðum á ári!
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru stóriðjuflokkar Íslands. Þetta þurfa kjósendur að hafa hugfast, vita hvert hugur þessara flokka stefnir. Og þeir mega ekki gleyma því að við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði erum þarna á öndverðum meiði einsog komið hefur fram í gjörðum okkar.
Kjósendur geta því valið á milli stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og stefnu VG um vistvænt og fjölbreytt atvinnulíf á Íslandi.