Fara í efni

STÓRKOSTLEG TÍÐINDI ÚR HAFNARFIRÐI

Tíðindi kosningarinnar í Hafnarfirði eru stórkostleg. Þrátt fyrir hamslausa og purrkunarlausa kosningabaráttu Alcan hafna Hafnfirðingar stóriðjustefnunni. Undir gríðarlegum þrýstingi álrisans segja Hafnfirðingar nei og láta ekki slá ryki í augun á sér. Hafnfirðingar kjósa fjölbreytt atvinnulíf, hreint andrúmsloft og vilja hlífa náttúrunni. Lýðræðið vann sigur á peningavaldinu.

Þann 12. maí kjósum við öll stóriðjustefnuna burt og tryggjum samfélagi og náttúru á Íslandi bjarta framtíð. Við snúum við blaðinu og kjósum nýja ríkisstjórn. Hafnfirðingar gáfu tóninn.

Bestu kveðjur,

Svandís