STÓRVELDIS-DRAUMAR ESB
Þegar ég las ummæli Hermans van Rompuy um ESB fannst mér ég heyra bergmál úr fortíðini. Hvaða félagsskapur er okkur ætluð að ganga í? Stórveldisdraumar úr Evrópu hafa aldrei orðið til frambúðar. Hvar er Rómverska ríkið sem einu sinni náði allt til Írlands? Hvar er keisararíki Austurrikis og Ungverjalands? Hvar er þýsk-rómverska keisararíkið. Hvar er ríki Lúðvigs sól-konungs þar sem sólin gekk aldrei til viðar? Hvar er ríki Napóleons Frakklandskeisara. Hvar er það sem áttu að vera þúsund ára ríki Hitlers og krafan um lifsrými. Hvar er brezka heimsveldið? Spánverjar áttu ríki í Suðurameriku. Hvar er það? Þær þjóðir sem stóðu að þessu öllu og meira til eru saman komnar í Efnahagsbandalagi Európu. Það átti aldrei að verða ríki, heldur bandalag um stál- og kolframleiðslu sem USA stóð að til að koma i veg fyrir að þjóðir Európu færi i hár saman aftur, þannig að USA þyrfti ekki að koma aftur yfir hafið í þriðja sinn til að stilla til friðar í Erópu. Siðan hefur það orðið fimm hundruð millionir mannna stórríki Hermans von Rompuy sem vantar meira rými. Vonandi munum við ekki útvega það rými. Hvaða erindi eigum við þangað? Þetta mun hvort sem er verða skammgóður vermir sögulega séð. Þetta ríki mun sundrast eins og hin því ekkert er eilift í þessum heimi.
Andrés Adolfsson