Fara í efni

Stríðið sem á að borga sig

Það er allfaf fengur að fá pistla Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, sem hann hefur góðfúslega veitt leyfi til að birta hér á heimsíðunni. Magnús Þorkell er sérfræðingur í málefnum Mið-austurlanda og fjallar þess vegna af mikilli þekkingu og yfirsýn um mál sem tengjast þessum heimshluta. Í gær birtist nýjasti pistill Magnúsar Þorkels og fjallar hann þar m.a. um þá erfiðleika sem hernámsliðið í Írak á við að stríða. Einnig víkur hann að hraðvaxandi kostnaði Bandaríkjanna vegna hernaðarins í Írak. Hann vísar í vefslóðir þar sem m.a. er fjallað um þetta efni. Á einni slíkri er rifjað upp að Írak er talið búa yfir næstmestu olíbirgðum í heimi, 112 milljörðum olíutunna. (Því hefur reyndar verið haldið fram að í landinu sé enn meiri olíu að finna, jafnvel eins mikið magn og í Saudi-Arabíu, mesta olíuríki heimsins). Þetta skýrir hvers vegna fulltrúar stórkapitalsins í Bandaríkjunum (sem nú halda um valdatauma í Washington) eru eins rólegir og raun ber vitni þrátt fyrir kostnaðinn af stríðinu. Þeir vonast til að þessi dýra fjárfesrting komi til með að borga sig!
Aftur að fyrrnefndum vefslóðum. Þar er vísað til þess hvernig hægri sinnaðar rannsóknarstofnanir í Bandaríkjunum hafi lagt kapp á undirbúning fyrir einkavæðingu olíunnar í Írak og nú sé þrýst á um framhaldið.
("In the run up to this year's Iraq war, conferences and studies commissioned by hawkish conservative think tanks in Washington debated and prepared models for privatization of the Iraqi oil industry with, of course, major U.S. participation. A Heritage Foundation study by Ariel Cohen and Gerald O'Driscoll argued, "The Bush administration should provide leadership and guidance for the future Iraqi government ... (including) a massive, orderly and transparent privatization of state-owned enterprises, especially the restructuring and privatization of the oil sector." Commented John B. Judis in The New Republic Jan. 20, "The study has been well-received by administration neo-conservatives.".
http://www.upi.com/view.cfm?StoryID=20030730-100003-2217r

þetta þarf engum að koma á óvart. Mjög sannfærandi rök hafa komið fram sem benda eindregið til þess að árásarstríðið á Írak hafi fyrst og fremst snúist um olíuhagsmuni enda einkennist  eftirleikurinn nú af baráttu um ránsfenginn. Ógeðfelldar voru yfirlýsingar heimsráðamanna, ekki síst Blairs hins breska, skömmu eftir innrásina á þá leið að nú myndu Írakar fá notið olíunnar til uppbyggingar í landi sínu. Vegna viðskiptabanns á Írak, sem sett var á að kröfu þessara sömu manna, hafði Írökum einmitt verið meinað þetta í rúman áratug! Nái áform um einkavæðingu olíunnar fram að ganga, er engin breyting fyrirsjáanleg hvað þetta varðar. Ekki er því loku fyrir skotið að "fjárfestingin" komi til með að borga sig.