STUÐNINGUR ÁN UNDIRGEFNI
11.10.2009
Þú segir þig úr ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að hún spryngi. Síðan gengur á með ásökunum um að þú sért að sprengja sömu ríkisstjórn. Gagnrýni þína á leynd og ólýðræðisleg vinnubrögð láta menn sem vind um eyru þjóta. Getur það ekki farið saman að gagnrýna ríkisstjórn sem maður styður? Það er rétt sem þú sagðir í pistli hér á síðunni, eitt er stuðningur annað er undirgefni.
Grímur