Fara í efni

STUTTIR FUNDIR EN SNARPIR ERU BESTIR!

Iðnó - hús
Iðnó - hús

Ég er fylgjandi löngum rökræðum en stuttum fundum.

Ég hef á tilfinningunni að margir veigri sér við að fara á fundi af ótta við að vera haldið í eins konar gíslingu í óratíma.

Þess vegna eru hádegisfundirnir sem efnt hefur verið til um þjóðfélagsmál á laugardögum undir yfirskriftinni „Tíl róttækrar skoðunar", yfirleitt um ein klukkustund, að hámarki hálfur annar tími.

Það er nóg til að kveikja umræðu sem síðan rati vonandi út í rökræður í ýmsum kimum þjóðfélagsins í kjölfarið.

Hugsinin er sú að taka til umfjöllunar mál sem brenna á einhverjum en ættu að brenna á samfélaginu öllu.

Það á svo sannarlega við um umræðuefni Iðnó-fundarins í dag, laugardaginn 13. maí klukkan 12, þar sem fjallað verður um hvernig búið er að öldruðu fólki í heimahúsum, sem þarf á aðstoð að halda.

Sjáumst í Iðnó í hádeginu!