Fara í efni

STYRKJUM SAMSTÖÐINA – ÞAKKIR GUNNAR SMÁRI !

Þessi hér að ofan voru í umræðuþætti Samstöðvarinnar í kvöld. Öll voru þau góð. Ég var sammála þeim um margt, ekki allt, fremur en stjórnandanum Gunnari Smára Egilssyni. Auðvitað ætti mynd af honum að tróna hér yfir. Frá í vor hefur hann haldið úti umræðum á Samstöðinni sem risið hefur yfir flest sem flutt hefur verið annars staðar.

Slíkir menn fá sjaldnast að njóta sannmælis. Ég vil að þeir geri það. Þess vegna segi ég, þakkir Gunnar Smári fyrir dugnaðinn, kraftinn og eljuna á hverjum degi alla þessa mánuði. Sömu þakkir ganga að sjálfsögðu til þeirra sem eru á bak við myndavélarnar og hafa greinilega hvergi dregið af sér!

Aðrir fjölmiðlar hafa átt spretti. Það er ekki í tísku að sjá hvítan blett á Útvarpi sögu. Reyndar alveg bannað. Ég geri það þó samt, líka Bítinu á Bylgjunni, Þorgeiri og félögum síðdegis, stundum RÚV, að sjálfsögðu Kveiknum hans Helga Seljan og félaga, Harmageddon og fleirum  og fleirum...
  
Ég er áskrifandi að öllum landsblöðunum og hef alltaf verið, Morgunblaðinu og DV, Stundinni; Fréttablaðið bara mætir, Rúv er á sínum stað. Að sjálfsögðu. Og landshlultablöðin, mörg ágæt. Ég vil hafa alla, alla.

Frá því í kvöld er ég áskrifandi að Alþýðufélaginu sem hefur verið stofnað til að fjármagna Samstöðina, eins konar Árvakur til vinstri.  

Öll þangað, hvar í flokki sem þið eruð en viljið gagnrýna þjóðfélagsumræðu, ykkur hvet ég til að styðja Samstöðina:  http://samstodin.is/skraning