SÚ TILFINNING AÐ EINHVER VAKI
03.05.2016
Við þessi tíðindi er ekkert minna en Biblíutilvitnun sem hæfir, mér kemur í huga spámaðurinn Jesaja og orð hans á ögurstundu "Vökumaður, hvað líður nóttinni?" Það eru stórtíðindi þegar þingmaður af stærðargráðu Ögmundar hverfur af vaktinni einmitt þegar allir samningar um rétt og rangt, gott og illt, fagurt og ljótt, svart og hvítt eru lausir, ekki aðeins hér á landi heldur sýnist manni það eiga við um heiminn allan. Ögmundur hefur gegnt hlutverki hugsjónamannsins sem Jesaja kallaði vökumann, þeir fuglar eru alltaf í litlum hópum, og syngja stundum framandi ljóð, sama hvar þeir eru.
En þeir gefa okkur samt tilfinningu fyrir því að einhver sé vakandi.
Kveðja,
Gunnar