Fara í efni

HVERNIG VAXTABÆTUR ERU SKERTAR

Vegna ummæla Guðlaugs Þórs um vaxtabætur, og frétt á RUV 19 júli um sama málefni, vil ég segja eftirfarandi.

Úr frétt á vísi, 4 júlí 2016 um lækkun vaxta og barnabóta. Árið 2016 voru greiddar barnabætur 10,8 milljarðar samanborið við rúma 11 milljarða árið 2013. Árið 2013 var níu og hálfum milljarði varið í vaxtabætur frá ríkinu en þær eru 6,2 milljarðar í ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta fagnaðarefni. „Nú er það þannig að skuldir heimilanna hafa lækkað mikið á þessu kjörtímabili og við höfum forgangsraðað til þess að lækka skuldir heimilanna. Það hefur tekist. Í takt við hækkandi laun og minnkandi skuldsetningu heimilanna lækka því vaxtabætur frá ríkinu. Því ættum við að fagna þessum árangri. Vaxtabætur eru í sjálfu sér slæmt form af stuðningi og ýta undir skuldsetningu," segir Guðlaugur Þór.

Þetta er að mestu leiti rangt hjá Guðlaugi Þór, og mun ég sýna dæmi hér á eftir sem hrekur þessar fullyrðingar hans.

Einnig er það svo að þessi svokallaða skuldaleiðrétting gagnaðist þeim best sem höfðu enga þörf fyrir aðstoð, sá hópur átti það miklar eignir fyrir og fékk hann því engar vaxtabætur þar sem eignirnar skertu þær niður í 0.

Frétt á ruv 19-07-2016.

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/slegist-um-velferdarmalin

Í þessari frétt reynir húsnæðisráðherra framsóknarflokksinns að hvítþvo flokkinn að skerðingum vaxta og barnabóta og kennir nánast alfarið sjálfstæðisflokknum um. Að sjálfsögðu ber framsóknarflokkurinn ÁBYRGÐ á þessum skerðingum og níðingsskap gagnvart þeim sem minnst hafa.

Framsókn hefur verið í þessari stjórn frá 2013, en sér nú fram á kosningar og fylgishrun og grípur því til útúrsnúninga og lyga til að blekkja kjósendur.

Hér sjáum við útreikninga á vaxtabótum frá 2012 til 2017. Árið 2014 SKERTI núverandi ríkisstjórn vaxtabætur verulega með því að hækka skerðingu vegna tekna úr 8% í 8,5%. Það eru tugir þúsunda á ári sem ríkisstjórnin hirti af þeim sem minst hafa.

Einnig ber þes að geta að hámark vaxtagjalda til útreiknings hefur verið það sama frá árinu 2010 eða 800 þús, en vinstri stjórnin hækkaði það á því ári úr 554ooo í 800000, en breitti einnig tekjutengingunni úr 6% í 8%. Það kom mun betur út fyrir þá sem minst hafa.

            Fasteignam. Eignir,  Skuldir alls.  tekjur   sk.v/tekna  sk v/eigna   vaxtab.

2012    19450000 -1000000    20450000     4432875   354630              0    400000

2013    21100000   209612    20961250     4529924   362384              0    400000

2014    22400000   914719    21485281     4709789   400332              0    399668

2015    24900000  2879586    22022413     5216700   443419              0    356581

2016    28000000  5427026    22572973     5486400   466344          198390   135266

2017    31550000  8412702    23137297     5826297   495257          304743         0

Rétt er það hjá Eygló Harðardóttur að vaxtabætur hafi lækkað mikið á undanförnum árum, en það er EKKI aðallega vegna bættrar afkomu heimilanna.

Aðalástæða lækkunar vaxtabóta er GLÓRULAUS hækkun skerðingar vegna tekna úr 8% í 8,5% árið 2014. Sú tekjutenging skerðir bætur um tugþúsundir á hverju ári, og SAMÞYKKTI FRAMSÓKN þessar skerðingar, og er því ekki eins saklaus og Eygló vill vera að láta.

Bætt staða heimilanna sem ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarmeirihluta guma sig af, er nánast eingöngu til kominn vegna HÆKKUNAR FASTERIGNAMATS sem hefur hækkað frá 2012 um 62,2% meðan laun hafa hækkað um 31,4%

Í þessu dæmi hér að ofan er sami einstakklingur, sem býr í sömu íbúðinni, borgar af sömu lánunum, bara meira, vinnur í sömu vinnunni og hefur fengið umsamdar launahækkanir.

Núna í ár skerðast vaxtabætur hjá honum vegna aukinna eigna (tala á blaði, hækkað fasteignamat ekkert annað breytist) um 198390 kr á ári eða 16532 kr á mánuði.

Launahækkun þessa aðila var 269700 á árinu eða 22475 kr, en eftir skatt eru það 13485 kr, þannig að þessi einstakklingur er VERR SETTUR í ár með ráðstöfunartekjur sem nema 3047 kr á mánuði eða 36564 kr á ári.

Þetta tal um bættan hag almennings sem valdi skerðingu vaxtabóta er LYGI, því það sem breytist er TALA Á BLAÐI (fasteignamat) sem veldur því að þessi einstakklingur er verr settur í ár en í fyrra og verður ENN VERR settur á næsta ári.

,ÞÖKK SÉ ÞESSARI STÓRKOSTLEGU RÍKISSTJÓRN SEM HUGSAR SVO VEL UM ÞÁ SEM MINST HAFA".

Sveinn Elías Hansson