Fara í efni

RÍKIÐ SKERÐIR RÉTTINDI ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA, MEÐ EIGNUM RÍKISSJÓÐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum.

Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta, að skattgreiðslur til ríkissins SKERÐA bætur til aldraðra og öryrkja. Fyrst sýni ég útreikning þess sem engar greiðslur fær frá lífeyrissjóði, síðan sýni ég einstakkling sem fær 160 þúsund krónur á mánuði og hvernig skattgreiðslur til ríkissins skerða réttindin, síðast er dæmi, þar sem skattgreiðslur af lífeyrisiðgjöldum eru dregnar frá 160 þúsundunum sem viðkomandi aðili fær, það er 160 þús. mínus 59104 sem gera þá 100896, og sú upphæð notuð til útreikninga greiðslna frá TR en ekki 160 þúsundin sem er í raun alveg fáránlegt.

 

0 krónur frá lífeyrissjóði.

Heildargreiðslur frá TR.     281050 kr

Skattar                                     50893 kr

Útborgað.                               230157 kr

 

160 þúsund frá lífeyrissjóði.

Heildargreiðslur frá TR.      204235 kr

Skattar                                     22537 kr

Lífeyrissjóður                          160000 kr

Skattar af lífeyrissjóði              59104 kr

Útborgað                                  282594 kr

 

160 þús úr lífeyrissjóði, en skattur  (eign ríkisins 59104 kr) ekki notuð til skerðinga lífeyrisgreiðslna.

Heildargreiðslur frá TR           237865 kr

Skattar                                         35149 kr

Lífeyrissjóður                             160000 kr

Skattar af lífeyrissjóði                   59104 kr

Útborgað                                      303612 kr     

Þarna er munur upp á 21018 kr, á mánuði, eða 252216 kr á ári.