Fara í efni

SVO TALA ÞEIR UM OFSÓKNIR

Sæll Ögmundur.
Mörgum finnast yfirlýsingar þínar gagnvart kvótabröskurum vera nokkuð brattar. Hins vegar mætti rifja upp athyglisverðar upplýsingar sem fram koma í Akureyrarblaðinu Degi 5.febrúar 2000. Þar er vikið að stöð-u mála hjá þessu fyrirtæki Samherja sem nú er til rannsóknar. Slóðin er: http://timarit.is  Velja Dag og síðan dagsetningu. Í opnu í blaðinu á bls.24-25 er mjög athyglisverð grein: Ævintýri Samherjafrænda eftir Geir A. Gunnsteinsson. Þar er sagt frá ævintýralegri auðsöfnun Smaherjafrændanna og einnig hvernig Þorsteinn Vilhelmsson gekk út úr fyrirtækinu með 3 milljarða. Þess má geta að hann gerðist viðskiptafélagi Margeirs Péturssonar en MP var stærsti hluthafi Jarðborana en færði fjármuni sína sem hann hefur væntanlega fengið frá Samherja gegnum ÞV og ekki líður á löngu að almenningasfyrirtækið Atorka yfirtekur Jarðboranir. Það var síðar gleypt af Geysir Green Energy sem kunnur blekkingameistari átti veg og vanda af. Þess má geta að í sama tölublaði Dags er sagt frá því að Alþingi sé leigutaki Samherja (bls.2) en skrifstofubygging sú sem ýmsir þingmenn hafa skrifstofur við Austurstræti var þá í eigu Samherja og er kannski enn. Svo tala þessir útgerðarmenn um ofsóknir á hendur sér og afkomu útgerðar. En eigum við ekki að hafa hugfast sama og var kjörorð Silla og Valda: Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! Góðar stundir og gangi þér vel í þínum mikilvæga praxís í þágu lands og þjóðar!
Guðjón Jensson, atvinnulaus bókasafns- og upplýsingafræðingur