Fara í efni

SÝNDARMÓTMÆLI AFÞÖKKUÐ

Sammála þér um heimsókn Pence. Hann er kominn til að þakka fylgispektina. Hún hefur verið raunveruleg: umfangsmesta heræfing NATÓ til þessa hér á landi, ásetningur um hernaðaruppbygingu í Keflavík á nýjan leik, NATÓ árásin á Sýrland með samþykki Íslands, hjáseta við Palestínu (of hættulegt að taka afstöðu gegn Ísrael, skjólstæðings BNA, óhætt á Filippseyjum) … Að halda að klæðaburður – hvítklædd forsetafrú í samræmi við einhver mótmæli yfirstéttarkvenna í Bandaríkjunum og armæðusvipur foresætisráðherra breiði yfir þetta er nánast hlægilegt.

Hvernig væri að þora að mótmæla gesti okkar augliti til auglitis, sýna honum kurteisi sem fulltrúa þjóðar sinnar, en síðan standa stíf á okkar gangvart hervæðingu og yfirgangi hans heimalands í beinskeittum orðum og siðan athöfnum? Hvaða athöfnum? Þeim sem hér eru áðurnefndar.

Jóhannes Gr. Jónsson