TALAÐ AF VANÞEKKINGU UM LÆKNARITARA Á ALÞINGI
Sæll Ögmundur.
Ég hef áður þakkað þér stuðninginn við okkur læknaritara og ætla að gera það aftur núna. Ég er ein af þeim læknariturum sem ætlaði að "fjölmenna" á pallana í dag en þá var okkur sagt að aðeins væri pláss fyrir 28 manneskjur! Þannig að við vorum 8 konur sem fengum fyrir náð og miskunn þingvarðar við innganginn í húsið að hlusta á umræðurnar í tölvunni hans. Þökk sé honum að við gátum hlustað á þig flytja mál þitt vel eins og alltaf. Það var með ólíkindum hvernig sumir starfsbræður þínir á þingi töluðu, það var eins og fólkið hefði ekki nokkurn skapaðan hlut kynnt sér þessi mál. Það veit enginn út á hvað störf læknaritara ganga. Svo segja þau alveg án þess að blikna að það verði engum læknaritara sagt upp! Það er talað niður til okkar og gefið í skyn að við vinnum ekki vinnuna okkar o.s.frv. En enn og aftur þakkir fyrir stuðning þinn.
gb