TALDI ÁHERSLUR VG AÐRAR
31.10.2010
Komið þið sæl.
Ég hef undanfarnar alþingis- og bæjarstjórnarkosningar kosið V-G, vegna þess að ég taldi áherslur hreyfingarinnar falla að mínum hugsjónum. Undanfarið hefur þó lítið af verkum forystumanna(kvenna) V-G fallið að mínum hugsjónum og ber þá að nefna aðgerðarleysi V-G í aðildarferli að ESB. En svo eru það einnig siðferðisleg sjónarmið hreyfingarinnar sem valda mér gríðarlegum vonbrigðum. Hvernig má það vera að V-G skuli telja dreifingu Gideonfélagsins á Nýja Testamentinu í grunnskólum brot á mannréttindum? Hvernig má það vera að menntamálaráðherra beiti sér gegn fíkniefnaleit í framhaldsskólum? Hvernig má það vera að ungliðahreyfing V-G beiti sér fyrir byggingu mosku í Reykjavik?
Kveðja,
Guðrún Sæmundsdóttir