Tangarsókn Kolkrabbans
Þeir töpuðu orustu en stríðinu er langt í frá lokið. Aðilarnir sem voru "kjöldregnir" fyrir skömmu og hafa látið lítið fyrir sér fara að undanförnu, neyta nú allra ráða til að rétta hlut
sinn og "kramsa til sín eignir almennings". Feitasti bitinn nú um stundir er Landssíminn sem enn er að 99% í eigu ríkisins. Nú liggur lífið við og rétt rúm vika þar til Framsókn
nær forsætisráðuneytinu. Óvæntur millileikur, sem í fréttatilkynningu Símans var kynntur sem "þátttaka í kaupum á enska boltanum" (vantar ekki hógværðina), en sem í reynd
hefur þann höfuðtilgang að bjarga SkjáEinum frá gjaldþroti og væntanlega tryggja skuldir Símans gagnvart SkjáEinum, sem engar tryggingar voru fyrir.
Þegar er búið að ákveða hvaða aðilar "hreppi" Símann. Allt bendir til þess að Framsókn sé alveg sett hjá og þessi "biti" hafi alltaf verið ákveðinn til ráðstöfunar af Íhaldsins hálfu.
Um leið og ungum íhaldsdrengjum með "rétt sambönd" er bjargað, er stefnt á að einn "útvalinn aðili hreppi Símann". Þar með er leikur að fela raunverulegt markaðsvirði hans.
Ef selja á Símann, er lágmarkskrafa eigendanna, þ.e. almennings, að hann verði seldur í dreifðri eignaraðild og komið verði þannig í veg fyrir að leyfar Kolkrabbans sölsi hann
undir sig á undirverði.
Ísmann