TEKIÐ OFAN FYRIR HATARA
09.04.2021
Hljómsveitin Hatari var aldrei allra. Og enn er hún ekki allra. Alla vega ekki Ísraelsstjórnar eftir að hljómsveitin tók þátt í Eurovision í Tel Aviv.
Sumum fannst hún ætti ekki að taka þátt vegna hernáms Ísraraelsstjórnar á herteknu svæðum Palestínumanna og ofbeldis í þeirra garð.
En Hatari fór og mótmælti. Og nú hefir Ríkisútvarpið sýnt mynd af þessari atburðarás allri. Það er þakkarvert.
En þakkarverðast af öllu var pólitískt framlag Hatara. Með öðrum orðum þótt Hatari sé ekki allra þá eiga þeir mína aðdáun!