Fara í efni

TEKIÐ UNDIR ÁKALL HÚMANISTA UM EVRÓPU ÁN KJARNORKUVOPNA


Forsvarsfólk Húmanistahreyfingarinnar í Evrópu hefur sent frá sér ákall um afnám kjarnorkuvopna. Íslenskum stjórnmálaflokkum og einstökum stjórnmálamönnum hefur verið ritað bréf þar sem spurt er um afstöðu til þessa framtaks. Ég fékk slíkt bréf og fyrir mitt leyti vil þegar í stað bregðast jákvætt við þessu ákalli.

Bréfið fer hér á eftir ásamt spurningum og svörum mínum:

Við  ritum ykkur þetta bréf frá Húmanistaflokknum fyrir hönd herferðarinnar  “Evrópa Friðar” . Erindið er að fara þess á leit við þig fyrir hönd VG að þið styðjið þetta evrópska átak til að þrýsta á stjórnmálamenn að eyða þeim kjarnavopnum sem finnast á evrópsku landi.
Það er tæpast þörf á því að benda á þá alvarlegu hættu sem nú stafar af kjarnavopnabúrum. Spenna á alþjóðavettvangi er mikil og við sjáum ekki bóla á stefnu sem leggur áherslu á lausn ágreiningsmála. Auk þessa virðast nýjar hernaðarkenningar hníga að því að afmá þann greinarmun sem gerður hefur verið á kjarnavopnum og hefðbundnum vopnum, með það fyrir augum að auðvelda að gripið verði til kjarnavopna á orustuvöllunum. Okkur finnst kvíðvænlegt að horfa uppá Bandaríkjastjórn byggja nýjar herstöðvar í ýmsum Evrópulöndum í stað þess að tekin séu skref til afvopnunar. Það er áríðandi að snúa þessari atburðarás við.
Við erum að ýta úr vör miklu átaki til að upplýsa almenning um þetta mikilvæga mál. Við höfum samband við þingmenn í hverju landi og fulltrúa á Evrópuþinginu til að fá fram skýra afstöðu þeirra til spurninga sem fara hér á eftir. Það er skoðun okkar að Evrópubúar eigi rétt á að vita um afstöðu fulltrúa sinna og stofnana. Viðfest sendum við yfirlýsinguna “Evrópa friðar – Evrópa án kjarnavopna” sem fjölmargir hafa nú þegar undirritað í Evrópu. Hvað finnst þér/ykkur um eftirfarandi:

1) Ættu Evrópulöndin að framleiða eða búa yfir kjarnavopnum?

Já 

 Nei

Athugasemdir: Það ber að útrýma kjarnorkuvopnum í Evrópu og um heim allan. Það er ekki sannfærandi þegar gömlu nýlenduveldin ásamt Bandaríkjunum reisa kröfur á hendur öðrum um að framleiða ekki kjarnorkuvopn en
gera það síðan sjálf!

2) Ættu einhver Evrópulönd að hafa herstöðvar með kjarnavopnum?

 Nei

Athugasemdir: Í samræmi við fyrra svar tel ég að svo eigi ekki að vera.

3) Styður þú / þið yfirlýsinguna: “Evrópa friðar”?

 Nei

Athugasemdir: Ég geri það.

Við leitum eftir stuðningi allra hugrakkra einstaklinga og félagasamtaka sem starfa að friði og tilveru án ofbeldis og á sérhverju því sviði sem stuðlar að vellíðan fólks. Okkur hefur lærst að þeir sem starfa saman í vel samhæfðum aðgerðum ná mun betri árangri en þeir sem starfa einir. Á tímum sem einkennast af vaxandi samlögun á sviði stjórnmála og efnahagsmála er Evrópuátak miklu árangursríkara en átak í einu landi.

Með þetta að leiðarljósi óskum við eftir að þú / samtök ykkar leggi þessari herferð lið með því að lýsa yfir stuðningi við yfirlýsinguna “Evrópa friðar” og gera átakið að ykkar og koma því sem víðast á framfæri. Vinsamlega hikið ekki við að skrifa mér / okkur á eitthvert uppgefinna netfanga til að tilkynna um stuðning við átakið. Öllum samtökum og einstaklingum sem styðja átakið verður bætt á vefsíðu þess og býðst þeim að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd aðgerða sem átakið mun fela í sér.

Allar athugasemdir, tillögur og einkum þó stuðningur og virk þátttaka er einkar vel þegið.

f.h. Húmanistaflokksins
Áshildur Jónsdóttir
Helga R Óskarsdóttir
Ingibjörg G Guðmundsdóttir
Júlíus Valdimarsson
Methúsalem Þórisson
Pétur Guðjónsson
Sigrún Þorsteinsdóttir
www.europeforpeace.eu   netfang: iceland@europeforpeace.eu

julius@lausnir.is s: 897 7403  methusalem@simnet.is s: 661 5621 petur@islandia.is  s: 898 3742

A EUROPE FOR PEACE

A Europe free from nuclear weapons

Across the world, scientists and artists, the military and pacifists, women and men, young and old, are saying: war is a disaster!

For many people Europe represents an aspiration, an economic model, a cultural reference, the very idea of well-being and social security. The European Union is growing and still new countries are asking to become a part of it. Europe wants to "promote peace, its values and the wellbeing of its peoples" but this desire clashes against a reality that in recent years has changed rapidly: international terrorism, the war in Iraq, resorting to violence to resolve international, regional and local conflicts, the strategy of preventative war and, above all, a crazy, new nuclear arms race.

The declarations of the United States and France upholding the possibility to use an atomic bomb as a first strike against terrorism, the affirmations of Japan about the possibility of joining the world of atomic weapons for defensive ends, the intention of Iran and North Korea to continue their nuclear programmes, leaves everyone dismayed.

Europe, abdicating its role of global economic and cultural power, fragmented in its national governments and subordinate to the military political strategy of the USA, is accepting the installation of new bases and heightens international tensions.

The people of Europe, however, are saying: let's give peace a chance!

Europe must not support any policy that drags the planet towards catastrophe: the lives of millions of people are at stake here, the very future of humanity is at stake. Nuclear weapons must be dismantled today, before they are used; afterwards will be too late. Let the politicians be on top of the situation or let them step aside!

Europe has the historic opportunity to be a positive and mobilising model for all those countries that are considering regional integration in Latin America, Asia and Africa. Europe has the opportunity to set in motion an international policy to reduce tension and in favour of peace, capable of opening new horizons and the new paths that humanity needs to take. Europe has the chance to put itself at the head of an historic change, in the vanguard of the Universal Human Nation.

We demand that Europe chooses a firm and non-violent policy of peace. We demand the following urgent and irrevocable measures:

  • A Europe without nuclear weapons: to seek the withdrawal, by the United States, of all their nuclear devices that are present in USA-NATO bases and to have them dismantled and the elimination of the French and British nuclear arsenals, as the first steps of beginning the programme of global nuclear disarmament under the supervision of the UN.
  • To declare nuclear weapons illegal in accordance with the judgement of the International Court of Justice in 1996.
  • The cancellation of any agreement to install or expand the military bases of foreign powers on the territory.
  • To withdraw the troops of European countries from occupied territories.
  • The search for diplomatic mediation and dialogue to solve conflicts.


In the streets of the great cities and in their neighbourhoods, in the towns and villages of Europe something new is being born: a soft but powerful symphony that, like a hurricane, stands up against every injustice, every abuse and all violence. No one will be able to silence it because it is the most profound hope of humanity.

Friends from across Europe, let's build a Europe of peace with the strength of non-violence!

Prague, 22.2.2007

Giorgio Schultze

Um heim allan segja vísindamenn og listamenn, hermenn og friðarsinnar, konur og karlar, ungir sem aldnir: Stríð er hörmulegt!

Evrópa er í hugum margra tákn um von, efnahagsleg fyrirmynd, menningarlegt viðmið og felur í sér hugmyndina um vellíðan og félagslegt öryggi. Evrópusambandið fer ört stækkandi og enn beiðast ný lönd inngöngu. „Evrópa vill vinna að friði, að framgangi eigin gilda og vellíðan þjóða sinna”, en þessi þrá  rekst harkalega á við raunveruleika sem á síðustu árum hefur breyst ört. Nefna má alþjóðleg hryðjuverk, stríðið í Írak og hvernig gripið er til ofbeldis til að leysa ágreining á alþjóðavettvangi - milli grannþjóða og á heimavelli. Þá má nefna hugmyndina um fyrirbyggjandi stríð og umfram allt - nýtt vitfirrt kjarnavopnakapphlaup.

Yfirlýsing Bandaríkja Norður-Ameríku og Frakklands þar sem ríkisstjórnir áskilja sér rétt til að beita kjarnavopnum að fyrra bragði gegn hryðjuverkum - staðhæfingar Japansstjórnar um að þeir muni mögulega slást í hóp kjarnorkuveldanna til að verjast - ásetningur Írans og Norður-Kóreu um að halda áfram með kjarnorkuáætlanir sínar - allt veldur þetta kvíða.

Með því að samþykkja nýjar herstöðvar afsalar Evrópa sér hlutverki sínu sem menningar- og efnahagsveldi og sundraðar ríkisstjórnir beygja sig þannig undir hernaðarstefnu Bandaríkjanna.  Samt segja þjóðir Evrópu: Gefum friðinum möguleika.

Evrópa má ekki styðja nokkra þá stefnu sem leiðir til gjöreyðingar. Líf milljóna manna eru í hættu, framtíð mannkyns er í húfi. Það verður að eyða kjarnavopnum núna, áður en þeim verður beitt, því þá verður allt um seinan. Stjórnmálamenn verða að taka af skarið hvað þetta varðar ellegar verða þeir að víkja!

Evrópa hefur nú fengið það sögulega tækifæri að verða jákvæð og hvetjandi fyrirmynd fyrir öll þau lönd sem hyggja á myndun svæðasambanda í Suður-Ameríku, Asíu og í Afríku. Evrópa á nú tækifæri til að ýta úr vör á alþjóðavettvangi með þá stefnu að slaka á spennu og stuðla að friði. Stefnan þarf að vera að opna sjóndeildarhringinn og finna þær nýju leiðir sem mannkynið þarf að fara. Evrópa hefur möguleika á að leiða sögulegar breytingar í framvarðarsveit alþjóðlegrar mennskrar þjóðar.

 Við krefjumst þess að Evrópa taki afgerandi afstöðu með friði og mannlegri tilveru án ofbeldis. Við krefjumst eftirfarandi óafturkræfra aðgerða:

  • Evrópa án kjarnavopna: Fyrstu skrefin í alþjóðlegri kjarnorkuafvopnun, undir eftirliti Sameinuðu Þjóðanna, verði að fara fram á: Að Bandaríkin dragi til baka og eyði kjarnavopnabúnaði sem er í herstöðvum þeirra og NATO í Evrópu. Að Frakkar og Bretar eyði kjarnavopnabúrum sínum.
  • Lýst verði yfir ólögmæti kjarnavopna í samræmi við dómsorð Alþjóðadómstólsins frá 1996.
  • Ógilt verði hvers konar samkomulag um að koma á fót eða stækka herstöðvar erlendra ríkja á landssvæði Evrópu.
  • Evrópuríki afturkalli allan herafla sinn frá hersetnum landssvæðum.
  • Unnið verði að lausn deilumála með skoðanaskiptum og eftir diplómatískum leiðum.

 Á götum stórborganna, í hverfunum, í smáborgum og þorpum Evrópu er eitthvað nýtt að verða til, - mjúk en voldug hljómhviða sem fer um eins og hvirfilbylur og býður öllu óréttlæti, fantaskap og ofbeldi byrginn.

 Vinir um alla Evrópu, við skulum skapa Evrópu friðarins með styrk þess sem ekki beitir ofbeldi.