Tekið undir með Þorleifi
18.07.2004
Komdu sæll Ögmundur
Ég vil taka undir með Þorleifi Gunnlaugssyni í prýðisgóðri grein hans hér á síðunni þar sem hann fjallar um framtíðarstjórnarmynstrið. Auðvitað á stjórnarandstaðan að ákveða að mynda næstu ríkisstjórn og hvika hvergi frá þeirri ákvörðun. Í mínum huga er Framsóknarflokkurinn að missa af þeirri lest auk þess sem honum á ekki að líðast að vera í oddaaðstöðu til að ráða hvers konar ríkisstjórn hér er mynduð og tryggja sjálfum sér alltaf þátttöku í þeim. Það er rétt hjá Þorleifi að slíkt er ávísun á spillingu - enda sýnist mér talsvert um hana í Framsókn - og fari jafnvel vaxandi.
Anna