Tekist á um framtíð almannaþjónustunnar
Að mínu mati eru Public Service Interantional (PSI), Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, kröftugustu alþjóðasamtök launafólks starfandi í heiminum. Þessi samtök hafa beitt sér fyrir úrbótum og framförum innan almannaþjónustunnar og barist gegn einkavæðingu af miklum krafti. Engin samtök hafa átt í eins mikilli gagnrýnni samræðu við Alþjóðagjaldeyrisssjóðinn og Alþjóðabankann. Sá hluti samtakanna sem tekur til Evrópska Efnahagssvæðisins nefnist European Public Services Union (EPSU), Evrópusamband starfsfólks í almannaþjónustu. Þau samtök halda 7. þing sitt í Stokkhólmi í næstu viku en slík þing eru haldin á fjögurra ára fresti. Á þessu þingi verða rædd áform Evrópusambandsins um breytingar á grunnþjónustu samfélagsins og viðbrögð við þeim. Ræddar verða leiðir til að koma stefnumálum EPSU á framfæri á komandi árum og er örlagaríkt að það takist vel. Á heimasíðu BSRB segir frá þinginu og hvet ég lesendur til að kynna sér það sem þar segir og fylgjast með framvindunni bæði hér á síðunni og á síðu BSRB.