Fara í efni

ÞAÐ SOFNAR ENGINN HJÁ ALFRED DE ZAYAS

Næstkomandi laugardag klukkan 12 á hádegi heldur Alfred de Zayas fyrirlestur í Safnahúsinu/Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem hann ræðir stöðuna í alþjóðmálum og þá hvort alþjóðakerfið eigi sér viðreisnar von. Alfred de Zayas sem hefur reynslu úr innsta hring Sameinuðu þjóðanna telur svo vera en margt þurfi að breytast!
Alfred de Zayas er ekki maður lognmollunnar, óhræddur að halda fram  sjónarmiðum sínum jafnvel þegar þau ganga þvert á meginstrauminn. Og það gera þau svo sannarlega í ýmsum efnum. 
Í stuttu máli má segja það til upplýsingar um Alfred de Zayas að hann er prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf. Áður starfaði hann m.a. sem óháður sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í alþjóðamálum og ritari nefndarinnar. Auk þess hefur hann verið gestaprófessor við DePaul-háskóla í Chicago, UBC-háskóla í Vancouver, Háskólann í Alcala á Spáni og fleiri háskólastofnanir. Eftir De Zayes liggja 12 bækur, þar má meðal The Human Rights Industry (2023) og Building a Just Order (2021). Þá hefur hann verið formaður PEN-samtakanna í Sviss.

Ég hvet alla áhugasama um alþjóðastjórnmál að taka þennan tíma frá - hálfan annan klukkutíma frá tólf á hádegi á laugardaginn 28. sptember. 


Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.