Fara í efni

ÞAKKAÐ FYRIR GÓÐAN FUND Í ÓLAFSVÍK

Í gær fór fram í Ólafsvík fjórði fundurinn um kvótann, Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim!
Vel rættist úr með fundarsókn en vegna blíðskaparveðurs voru margir bátar á sjó og fengum við kveðjur frá mönnum sem kváðust ella hefðu mætt á fundinn.
Hann sóttu engu að síður hátt í fimmtíu manns og voru í þeim hópi margir sem tengdust útgerð, sjómennsku eða fiskvinnslu.
Að loknu framsöguerindi Gunnars Smára Egilssonar spunnust umræður sem voru um margt mjög fróðlegar og gefandi.
Fyrir það vil ég þakka!
Næst verður það Reykjanesið!

Ólafsvíkurfundur2.JPG
Ólafsvíkurfundur3.JPG