ÞAKKIR FYRIR GEIRFINNSMÁL
Sæll Ögmundur.
Mig langar á síðustu dögum þessa þings að þakka þér fyrir föst og vel rökstudd svör við leiðinlegum fyrirspurnum úr þingsal beinlínis beitt til að rugga bátnum.
Geirfinnsmálið var mjög sérstakt og man ég lítillega eftir því en skyldi þetta vera eina málið sem er dæmt á svipuðum forsemdum en enginn dómsmálaráðherra né Hæstiréttur sjálfur hefur viljað snerta það og fyrir það áttu sérstakar þakkir.
Ég bind miklar vonir við nýju nefndina um endurupptöku mála en hefði viljað útvíkka hennar störf og afnema afslátt refsingar á sjálfvirkan hátt eins og lögin eru í dag og nefndin taki öll mál vegna reynslulausnar fyrir og lengja tima aplánunar. Hafi það verið ætlan dómara að hafa dómana styttri hefði hann allt eins getað sett það inn í dóminn. Þá hefði ég lagt til að ósakhæfir einstaklingar sem fengið hafa slíka dóma verði undir eftirliti nefndarinnar svo að dvalartími verði ekki lengri en efni standa til þó eigi skemur en sambærilegur dómur fyrir sambærilegt brot.
Eitt verð ég þó að minnast á að það er nýja hótelið á Hólmsheiði sem verður sennilega m. v.teikningar flottasta fangelsi í Evrópu. Er nauðsynlegt að hafa svona gífurlegan íburð fyrir innan við 50 fanga þegar hægt hefði verið að byggja svipað fyrir 100 fanga og hafa þá hættulegustu ffyrir austan.
Fjarfundarbúnaður er eitthvað sem dómskerfið hefur ekki haft kynni af en með öllu væri óþarft að vera með þessa hreppaflutninga að austan og í Héraðsdóm þegar hægt væri að hafa stóra skjái á báðum stöðum hátalarakerfi þannig að fanginn væri í sambandi við alla og gæti verið með sér rás fyrir verjanda sinn í dómssalnum þar sem sá notaði sérstök heyrnartæki svipuð og löggæslan notar. Með þessu móti mætti spara tugi milljóna í aukakostnað fyrir utan óþægindin af flutningum. Þá þykir mér enn líklegt að prenta þurfi út öll málsskjöl hjá saksóknara og dómurum þegar hægt er að senda allan bunkann rafrænt á milli og spara milljónir í óþarfa pappir og ljósritunarkostnað. Vilji einhver málsaðila prenta þau út yrði það á kostnað viðkomandi.
Með bestu kveðjum,
Þór Gunnlaugsson