Fara í efni

ÞAKKIR TIL ÓLÍNU

Mig langar til að þakka Ólínu fyrir lesendabréfið/greinina hér á síðunni hjá þér nýlega Ögmundur undir yfirskriftinni Veröldin að hætti Þorsteins; https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/veroldin-ad-haetti-thorsteins Þetta er afburða góð pólitísk greining Ólínu á skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Ólína hefur greinilega góða sögulega yfirsýn. Ekki búin að gleyma því að Þorsteinn, sem er hinn mætasti maður að mínu mati og málefnalegur, er þrátt fyrir allt gamall harðlínupólitíkus úr Eimreiðarhópnum sem vildi Báknið burt, les: Niður með velferðarkerfið!
Mér varð hugsað til þessa þegar Þorsteinn sagði í Moggaviðtali fyrir nokkrum dögum að sér þætti þjóðfélagsleg nauðsyn og ábyrgt þegar VG sviki stefnumál sín!
Hver skyldu þessi stefnumál vera? Eignarhald á auðlindum, jöfnuður og að halda utan um hag hinna eignalitlu eða eignalausu og draga aldrei taum fjármagnisins! ÞP finnst það vera rétt og ábyrgt að fórna þessum stefnumiðum!!!
Takk Ólína fyrir að minna okkur á það hver Þorsteinn Pálsson er, fyrrverandi/núverandi frjálshyggjupostuli og fyrrverandi formaður Sjálftæðisflokksins.
Grímur