Þakklátur talsmaður ríkisstjórnar
09.09.2003
Halldór Ásgrímsson er þakklátur maður. Hann hefur nú, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fært ítölsku verktökunum Impregilo sérstakar þakkir enda er hann þeirrar skoðunar “að það sé mikilvægt að hið jákvæða komi fram…” Þetta segir utanríkisráðherra Íslands á sama tíma og Impregilo er sakað um að brjóta íslenska kjarasamninga og sýna verkamönnum við Kárahnjúka svívirðilega framkomu. En hvers vegna þessi stimamýkt Halldórs Ásgrímssonar? Það er augljóst segir hann: “Ég er þeirrar skoðunar að framkvæmdir hefðu ekki farið í gang nema vegna þess að Ítalirnir buðu í verkið” . Það er nefnilega það. Mikið væri gaman ef fjölmiðlar rifjuðu upp hvernig útboðið gekk fyrir sig. Ítalirnir fengu verkefnið á kjörum sem öll önnur fyrirtæki kváðu gjörsamlega óraunhæf. Impregilo var í ofanálag gefinn frestur til að laga tilboð sitt að kostnaðartölum Landsvirkjunar. Með því að stilla dæminu rétt upp mætti sýna þjóðinni fram á hagnað af framkvæmdinni. Það hefur eflaust þótt nauðsynlegt því kosningar voru í nánd. Til að ekkert færi á milli mála voru kostnaðartölur Landsvirkjunar síðan auglýstar á forsíðum dagblaðanna áður en Impregilo afhenti Landsvirkjun tilboð sitt! Óneitanlega minnti þetta á vel hannaða atburðarás. Og nú er komið að þakkargjörð.
Í mínum huga vakna hins vegar ýmsar spurningar. En fyrst vil ég segja að ég tel að því fari fjarri að öll kurl séu komin til grafar um raunverulegan kostnað við framkvæmdina og þær fjárhæðir sem endanlega koma til með að renna til Impregilo. En að því slepptu spyr ég hvort virkilega engu máli skipti hvernig kostnaði er náð niður? Skiptir engu máli þótt kjarasamningar séu brotnir og leikreglur íslensks vinnumarkaðar hafðar að vettugi? Skiptir engu máli hvernig farið er með þá sem vinna verkin við Kárahnjúka?
Áður hefur verið bent á hér á síðunni að þetta fyrirtæki er ekki vant að virðingu sinni. Í rannsóknarskýrslu sem unnin var á vegum breska þingsins fyrir nokkru síðan kemur fram að ferill Impregilo einkennist af svikum, prettum og spillingu. Þetta var vitað. Það sem við hins vegar vissum ekki öll, en hlýtur nú að hafa endanlega fengist staðfest, er að engin takmörk virðast vera fyrir því hve íslenskir ráðamenn eru reiðubúnir að lúta lágt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að nálgasat frekari upplýsingar um Impregilo hér á síðunni geta slegið nafni fyrirtækisnis upp í Leit sem er að finna efst til hægri á forsíðu. Þá koma fram nokkrar greinar.
Í mínum huga vakna hins vegar ýmsar spurningar. En fyrst vil ég segja að ég tel að því fari fjarri að öll kurl séu komin til grafar um raunverulegan kostnað við framkvæmdina og þær fjárhæðir sem endanlega koma til með að renna til Impregilo. En að því slepptu spyr ég hvort virkilega engu máli skipti hvernig kostnaði er náð niður? Skiptir engu máli þótt kjarasamningar séu brotnir og leikreglur íslensks vinnumarkaðar hafðar að vettugi? Skiptir engu máli hvernig farið er með þá sem vinna verkin við Kárahnjúka?
Áður hefur verið bent á hér á síðunni að þetta fyrirtæki er ekki vant að virðingu sinni. Í rannsóknarskýrslu sem unnin var á vegum breska þingsins fyrir nokkru síðan kemur fram að ferill Impregilo einkennist af svikum, prettum og spillingu. Þetta var vitað. Það sem við hins vegar vissum ekki öll, en hlýtur nú að hafa endanlega fengist staðfest, er að engin takmörk virðast vera fyrir því hve íslenskir ráðamenn eru reiðubúnir að lúta lágt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að nálgasat frekari upplýsingar um Impregilo hér á síðunni geta slegið nafni fyrirtækisnis upp í Leit sem er að finna efst til hægri á forsíðu. Þá koma fram nokkrar greinar.