ÞARF AÐ GERA UPPREISN?
Birtist í DV 17.09.07.
Íslendingar eiga ekki að láta það gerast að auðlindum þjóðarinnar verði stolið. Nóg er komið með því að ræna þjóðina aulindum sjávar og löngu mál til komið að endurheimta þær. Ef hins vegar FL Group, Glitni, Goldman Sach bankanum og fleiri – sem bíða gráðugir í löngum röðum – tekst að hafa af okkur virkjanirnar og þar með fallvötnin og jarðhitann þá er alvarlega komið fyrir íslensku þjóðinni. Ég trúi því ekki að Íslendingar séu orðnir svo blóðlausir og værukærir að þeir láti þetta yfir sig ganga. Ég spyr um ábyrgð kjörinna fulltrúa á þingi og í bæjarstjórnum og ég spyr um embættismenn sem settir hafa verið til að stýra orkufyrirtækjum okkar – er allur hópurinn kominn á mála hjá peningavaldinu? Eða hvernig stendur á því að Alcoa var hleypt inn í sameiginlegt djúpborunarverkefni Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja? Var það til þess að Alcoa kæmi fætinum inn fyrir dyrnar? Hvers vegna Alcoa? Hvers vegna ekki Alcan, Ríó Tintó eða Bechtel? Hafa menn engar áhyggjur af hagsmunaárekstrum á milli íslenskra orkusala og útlendra orkukaupenda? Eða líður mönnum ef til vill betur ef þeir koma ekki auga á hagsmunaárekstrana eins og illmögulegt verður að gera eftir að fyrirtækin eru komin á bak við huliðshjálm hlutafélagsformsins. Þá verða mótsagnirnar aðeins sýnilegar eigendum. Og þegar eigendurnir eru orðnir peningamenn, innlendir og útlendir, þá fáum við ekkert lengur að vita – fremur en ríkisstjórn Gvatemala fær að vita um innri málefni Chiqiuta-bananafyrirtækisins bandaríska. Gvatemalastjórn fær að setja almennar reglur einsog talsmenn Sjálfstæðisflokksins benda á og telja að slíkt hið sama ætti að duga okkur. Er það í þessa vegferð sem