Fara í efni

ÞARFAR AÐFINNSLUR, ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar leiðara hinn 28. mars sem er mjög þess virði að lesa. Þar segir m.a.:
“Í heiminum öllum er að eiga sér stað stórtækasta ríkisvæðing taps hins frjálsa markaðar í mannkynssögunni. Hún er að eiga sér stað vegna ótrúlega sérstakra aðstæðna, en hún er að eiga sér stað engu að síður. Fjármganseigendurnir gátu á endanum ekki verið án þess að skattgreiðendur grípi þá þegar allt fer á hliðina. Of litlu hefur verið safnað til mögru áranna, meðal annars vegna þess að of mikið hefur verið tekið út úr fyrirtækjum í formi arðs og endurkaupa.”

Ritstjórinn vekur athygli á þeim hættum sem séu þessu samfara:

Glund­roði skapar oft aðstæður til myrkra­verka. Þá er til að mynda góður tími fyrir smán­aða for­stjóra sem hafa þurft að fara í felur vegna meintra mútu- og skatta­laga­brota að snúa aftur í skjóli COVID-19 umræðu. Þá er góður tími til að til­kynna um ráðn­ingar eða skip­anir sem undir venju­legum kring­um­stæðum myndu valda meiri úlfúð. Og góður tími til að ýta í gegn gömlum hug­mynda­fræði­legri þrjá­hyggju um að auka frelsi í áfeng­is­sölu, undir þeim glæ­nýju for­merkjum að það hjálpi mögu­lega veit­inga­stöðum í heim­send­ingum að lifa af COVID-19 kreppu.

Leiðarinn er hér: https://kjarninn.is/skodun/2020-03-28-skammist-ykkar/