Fara í efni

ÞEGAR ALLT KEMUR TIL ALLS

Gæðum jarðar gleymum títt,
guðdómlegum stundum.
Hvar sem vorið vaknar blítt,
og veturs köldu fundum.

Skoðunum við skiptumst á,
skotin líka dynja.
Í málfrelsinu magnast þrá,
mótrök víða hrynja.

Leitum aftur friðarfjalls,
finnum leið að kanna.
Þegar kemur allt til alls,
innst í hjörtum manna.

Ævin sem heild eða áratalning
Að lifa utan við aldursskeið,
enda þótt gráni hárin.
Sáttum er ævin samfelld leið,
sorgmæddir telja árin.

„Lausnir“ Samfylkingar og Viðreisnar
Fullveldinu farga af rausn,
farða setja á líkið.
Því Ísland hefur eina lausn,
evru-sælu-ríkið

Kári