Fara í efni

ÞEGAR ÍHALDIÐ HRÓSAR...

Sæll Ögmundur !
Ég er flokksmaður í VG í kraganum og kaus þig og Guðfríði í síðasta prófkjöri. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með samstöðuleysi þitt og hina viðkvæmu sannfæringu þína sem þér finnst þú verða að fara eftir. Þú talar mikið um þörf á samstöðu, sem mér finnst birtast í því að það sé samstaða að vera sammála þér. Ég var í Alþýðubandalaginu, og ég verð að segja að ég var dauðfeginn þegar það var lagt niður, og verstu þrasararnir stofnuðu Samfylkinguna með Alþýðuflokknum. Frá stofnun VG hef ég kosið þann flokk, nú finnst mér að ég sé kominn í Alþýðubandalagið aftur, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnaði því og hver höndin var á móti annari. Mér finnst sorglegt að þú hafir verið valdur af því að festa glundroðakenninguna um vinstri menn í sessi. Ég vil benda þér á að faðir minn sem var fæddur 1910 og var frá unga aldri samfærður sósilisti, sagði við mig þegar ég var ungur maður, ég ætla benda þér á eitt Árni að þegar íhaldið fer að hrósa vinstri verkalýðsleiðtogum eða vinstri stjórnmálamönnum þá þarf maður að vara sig á þeim.
Kveðja,
Árni Magnússon