Fara í efni

ÞEIR ELTU HANN Á ÁTTA HÓFA HREINUM...

"Þeir eltu hann á átta hófa hreinum og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar, en Skúli sat á Sörla einum, svo heldur þótti gott til veiðar." Svipað líður okkur Íslendingum er við heyrum másið í AGS í bakið á okkur.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eirir engu þar sem hann kemur. Nú vilja þeir halda vöxtum háum þó svo að það sé sýnt að muni valda hruni efnahagslífsins. Heimili og fyrirtæki virðast eiga fáa formælendur.
Og þó:
Á Sprengisandi, þætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni Sunnudaginn 1. febrúar segir Jón Daníelsson hagfræðingur við London School of Economics þetta: „Það þarf að lækka vextina. Í fimm prósent eða meira.... nú er meiri hætta á verðhjöðnun en verðbólgu, sem er mjög alvarlegt. Ef vextir verða lækkaðir mun það laga stöðu heimila og fyrirtækja mjög mikið. Þetta eigum við að gera strax."
Verst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki með á nótunum.
Hreinn K