ÞETTA ER EKKI BÚIÐ!
Krístín S. Bjarnadóttir sendir enn hjálparákall á feisbókarsíðu sinn en hún hefur fylgst grannt með hryllingnum á Gaza. Kristín hefur ekki látið sér nægja að fylgjast með heldur hefur hún einnig sýnt stuðning sinn í verki. Eftirfarandi er nýjasti pistill hennar með beiðni um aðstoð:
"Hér er engin fögur orð að finna. Viðkvæm skrolli beint niður í síðustu málsgrein.
Þeir gíslar sem Ísr.her hefur pyntað og svelt hafa beðið á milli vonar og skelfilegs ótta um afdrif fjölskyldnda sinna í þjóðarmorði. Gíslar þeirra hafa nefnilega bæði verið pyntaðir og sveltir, því skal haldið til haga hér. Bæði konur og karlar neydd til að afklæðast. Fólki nauðgað og gefið rafstuð.
Að losna svo loksins út til að komast að því að eiginkonan og öll börnin hafi verið tekin af lífi með ÞUNGAVOPNUM VESTURVELDA, þar sem átti að vera skjól í skólabyggingu. Í öðru myndbandi kom annar gísl út og frétti að eiginkonan, mamma hans, bræður, eiginkonur þeirra og börnin hefðu öll verið drepin.
Og hvorki beið nú bíllinn eða þyrlan eftir þeim til að flytja þá heim í skjól og hvíld. Enda eru heimili þeirra þar að auki lang líklegast rústir einar.
Þetta er allt svo hrottalegt og miskunarlaust og þessi guðsvolaði her síonista á sér engar málsbætur í valdagrægði sinni, drápsfíkn og fyrirlitlegu blæti sínu fyrir því þau séu yfir öll önnur hafin. Þetta er stórhættulegt lið þar sem það er saman komið með klapp á bakið og hoss á læri vesturvelda. Ef vesturveldi setja ekki þessum aðalgeranda eineltisins mörk þá verður skrattinn laus fyrr en varir. Það þarf aðgerðir og aðhald. Það er það eina sem þau skilja.
Og hvar er svo hjálpin?
Ofan á það sem á undan er gengið þá miðar hjálparstofnunum ekkert að koma neyðarhjálp til fólksins enda hafa síonistanir sett stein í götu þeirra eins og þeir hafa vald til og smekk fyrir. Það hefur líka verið hluti af áætlun þeirra til margra ára að svelta þessa þjóð.
Ef þið hafið áhuga á og getu til að taka þátt í að bjarga mannslífum og glæða von úrvinda stríðshrjáðra sveltandi barna og foreldra þeirra, þá hef ég leiðina. Þið sjáið margfaldar sannanir fyrir því á síðunni minni og þurfið ekki að efast. Það má hvort heldur sem er hafa samband við mig eða leggja inn hér:
130668-5189 0162-26-013668
Koma svo, þetta er ekki búið! "
Áður hef ég birt skrif þessarar aðdáunarverðu atorkukonu hér á síðunni: https://www.ogmundur.is/is/greinar/akall-kristinar-solveigar
---------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/