ÞETTA ER HÆGT AÐ GERA...
Þann 25. mars 2009 sendi ég þér neðangreint:
"Vísitala neysluverðs fyrir janúarmánuð var 334,8 og fyrir marsmánuð 334,5 stig. Sem sagt verðhjöðnun fyrstu þrjá mánuði ársins. Opinberir raunvextir eru hins vegar 15%. Sums staðar er fólk að greiða 25% af yfirdrætti. Það eru því raunvextir.
Verið er að ræða hvernig hægt sé að leysa fortíðarvanda, án þess að nokkur virðist taka eftir því að verið er að framleiða tilvonandi fortíðarvanda á hverjum einasta degi."
Mér sýnist þetta hafa orðið að áhrínsorðum. Og vil þess vegna bæta við: Hvers vegna setur ríkisstjórnin ekki lög um framtíðina, þar sem vextir á húsnæðislán verða settir niður í 1% næstu tíu árin og lætur fasteignalán hér eftir verða vísitölutryggð með vísitölu fasteignaverðs. Þetta er betri lausn fyrir alla og meira að segja framkvæmanleg án samráðs.
Hreinn K