ÞETTA VERÐUR AÐ STÖÐVA!
Sæll Ögmundur .
Samkvæmt fréttum stöðvar 2 nú í kvöld 23.11 voru þær skelfilegu fréttir að fyrrum stjórnarformaður Kbbanka Sigurður Einarsson væri með öfluga fjárfesta að baki sér til kaupa á útibúinu í Luxemburg. Samkvæmt fréttinni hefur skilanefnd ekki skoðað gögn þar og einnig hefur rannsókn á meintum skattaskilum íslenskra aðila ekki verið rannsökuð og með sölu bankans nú verður aldrei hægt fyrir íslenskan almenning að fá hlutlausa bankarannsókn þar sem lyklarnir að leyndarmálinu eru faldir í Luxemburg verði þetta að veruleika án undangenginnar rannsóknar eða afritun allra gagna. Þetta má bara ekki ske og skýlaus krafa almennings að ríkisstjórnin sendi skilanefnd og endurskoðendur strax til Luxemburgar og hefði rannsókn þegar í stað burtséð hvaða skoðun Luxarar hafa á því þar sem almenningur á skýlausa kröfu á því. Treysti VG til að taka málið upp þegar á morgun á Alþingi og fá þar skýr svör forsætisráðherra.
Þór Gunnlaugsson