"ÞIÐ HAFIÐ EKKI RÉTT Á AÐ RANNSAKA EKKI !!!"
Setningin í yfirskrift þessa pistils situr í mér. Hún er úr munni norsk/franska rannsóknardómarans Evu Joly í Silfri Egils um helgina. Undir þessi orð tek ég heilshugar. Þingmönnum og ráðherrum hafa borist áskoranir um að leita til Evu Joly um rannsókn á fjármálahruninu og þá sérstaklega svindli og undandskoti fjármuna. Þessum áskorunum er ég tilbúinn að svara afdráttarlaust: Ef stjórnvöld gera ekki ALLT SEM Í ÞEIRRA VALDI STENDUR til að gangast fyrir slíkri rannsókn og reyna að hafa upp á rásnfeng sem skotið hefur verið undan þá hafa þau ekki siðferðilegan rétt til að sitja stundinni lengur við stjórnvölinn.
Enda verður leitað til Evu Joly.
Egill Helgason: Haf þökk fyrir viðtalið við Evu Joly og öll þau sem stuðluðu að því að hún kom hingað til lands. Ég hvet alla til að horfa á frábært Silfur Egils: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4440922/2009/03/08/2/
Sjá frétt mbl.is í dag: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/09/eva_joly_radleggur_rikisstjorn/