ÞIÐ SVIKUÐ!
Ögmundur, í þessum pistli sem þú vísar til sem svar við spurningunni um raunsæi og yfirvegun varpar þú fram hentugum spurningum sem þú svo getur á hentugan máta svarað, í pistlinum segir svo: Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því hve arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB. Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur. Það er og, þú segir í því enga mótsögn að greiða fyrir þeirri göngu sem þú telur arfavitlausa!! Ertu ekki frískur væni minn? Í hverju finnst arfavilausari afstaða og meiri mótsögn, en greiða fyrir arfavitleysu? Hvað þú hefur hugsað síðustu misserin ert þú einn til frásagnar um. Með tilliti til afstöðu þinnar til aðildarumsóknar að ESB verður fróðlegt að fylgjast með hvaða breytingum taki núverandi afstaða þín til Icsave-samningsins að fenginni niðurstöðu í þinginu varðandi þann hörmungargjörning. Ég tek undir með þér að það er slæmt og dapurlegt að hrikta skuli í innviðum hreyfingar okkar en dapurlegast er þó að það skuli vera nokkrir þingmenn okkar og forystumenn sem skuli fyrst að því valdir með afstöðu sinni til aðildarumsóknar að ESB, hvað sem þér kann að virðast og sýnast í því máli þá er það fjallgrimm vissa margra kjósenda og félaga okkar í hreyfingunni að þið sem greidduð götu aðildarumsóknar hafi svikið bæði flokk og fólk.
Jón Heiðar