Fara í efni

Þjóðarblómsatkvæðagreiðslu um þjóðsönginn!

Undirritaðan, Garra, hefur lengi langað til að vita afstöðu afstöðu þina Ögmundur til íslenska þjóðsöngsins. Ert þú á þeirri skoðun að það ætti að skipta um þjóðsöng eða ekki? Samrýmist það trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar að hafa svona trúarlegan söng og er þetta ekki nokkuð langt frá sósíalískri jafnréttishugsun, þetta yfirstéttarkjaftæði úr honum Matthíasi gamla svo ágætur sem hann var? Hvað með að hafa svona þjóðarblóms könnun um nýjan þjóðsöng og þá meina ég bæði lag og texta (það er ekki nokkur leið að syngja þetta svona eins og það er). Með von um skjót og greinargóð svör.
Garri

Heill og sæll Garri. Skjót svör færðu, en ekki greinargóð, enda finnst mér meira hasta að koma hugmynd þinni á framfæri, en að ég tíundi mín sjónarmið. Þjóðarblómsatkvæðagreiðslu um þjóðsönginn!!! Um það er ég sammála þér Garri góður.
Kveðja,
Ögmundur