Fara í efni

ÞÖKK!!!

Kæri Ögmundur ..... Ég þakka þér hjartanlega fyrir að neita að útlendingum sé selt land á Íslandi, nánar tiltekið fyrirtæki sem Kínverjinn Huang Nubo er „aðal eigandinn" að! Ég er ekki einn sem þakka þér, mikill meirihluti allrar þjóðarinnar gerir það, að ótöldum niðjum vorum um ókomna framtíð!
Eftir allt er andi Einars Þveræings á meðal vor, í hjarta þínu góði, hugrakki og manndómsríki Ögmundur, svo heilbrigðir Íslendingar geta sofið værar héðan í frá en hingað til!
Þeir sem vilja selja útlendingum hvað sem er á Íslandi svo lengi að hægt sé að græða pening um stundarsakir, er illa innrætt og ruglað fólk, svo baráttan er áreiðanlega ekki á enda, hún verður víst að eilífu! Þetta misvitra fólk ruglar fjárfestingu við sölu föðurlandsins og arfleifð þjóðarinnar, sem má auðvitað ekki eiga sér stað, enda á móti allri heilbrigðri skynsemi, stjórnarskrá og sómatilfinningu!
Það er allt annað mál að úthluta „fjárfestum" lóð undir starfsemi sína sem hefur verið athuguð og leyfð samkvæmt íslenskum lögum og eftirliti á Íslandi! Allt annað mál! Umrætt málefni hefur bent á að það land sem útlendingum hefur nú þegar verið leyft að kaupa á Íslandi, verður að afturtaka með hvaða móti sem er (jafnvel að þjóðnýta), en drengilegar aðfarir og full greiðsla fyrir viðkomandi lönd greidd viðkomandi er æskilegast. Jafnvel mætti gefa núverandi „eiganda" langtíma ábúnaðarleyfi, ef um er að ræða ábúnað!
Það verður að nema burt svokallaða meginreglu sem ráðamen telja sig geta farið eftir, að aðeins þegnar EES megi kaupa land og náttúruauðæfi á Íslandi, sem er algjör fyrra!!! Ég veit Ögmundur, að ég tek djúpt í árina þegar ég segi sannfærður og heilshugar, að eina von íslensku þjóðarinnar sé að við göngum strax úr EES, annars er aðeins um tímaspursmál að ræða hvenær íslenska þjóðin tapar landi sínu og náttúruauðæfum og þar með sjálfstæði sínu, þjóðlegum ákvörðunarrétti og þar með tilveru sinni! Ögmundur, þessi ferill blasir við okkur! Ögmundur, það má segja að við höfum unnið síðustu orrustu, en stríðið sé óunnið!
Ég get vel ímyndað mér að hugrekki þitt og manndómur í umræddu landsölumáli verði til þess að núverandi ríkisstjórnarsamstarf leysist upp og væri ekkert mál betra til þess af hálfu heilbrigðra Íslendinga eins og þig, að svo verði! Höfum í huga Ögmundur að með því að okkur var svindlað inní EES og Schengen á sínum tíma, án þess að þjóðin væri spurð, þá má segja að við séum komin um 85% inní ESB, án þess að þjóðin sé spurð.
Ég tel því fullkomlega sanngjarnt að þjóðin fái nú loks að kjósa um hvort hún vilji vera í EES og Schengen. Auðvitað eigum við að hafa tvíhliða samninga og náið samstarf við EES, ESB og Schengen ásamt fjölda annarra alþjóða stofnanna og ríkja, án þess að vera í þrælsoki þeirra!
Þú mátt vera viss góði Ögmundur, að baráttan við erlenda glæpalýðinn og íslenska þjóna þeirra, verða ekkert annað en vindhögg og álíka árangursrík og að lemja haus við stein, og stöðvun landsölunnar til Kínverjans verður aðeins tímabundinn sigur, nema að við segjum okkur úr EES og Schengen, og hættum kostnaðarsama ESB bröltinu!!!
Ég endurtek þakklæti mitt til þinn Ögmundur, já þú ert sannur ÞVERÆGINGUR!!! Meira hrós er ekki hægt að gefa nokkrum Íslendingi!
Með kveðju,
Helgi Geirsson