ÞÖRF Á FLEIRI FLOKKUM?
Nú bendir ýmislegt til þess að nýtt stjórnmálaafl sé í mótun í framhaldi af borgarafundum o.fl. Flokkur alls kyns fólks sem á það sammerkt að vilja breytingar. Eigum við í VG ekki að taka slíku afli fagnandi ef það kemur í ljós að um flokk gæti orðið að ræða sem hægt væri að vinna með í ljósi þess að ekki er mjög fýsilegt að vinna með þeim flokkum sem sitja nú á þingi (Samfylking, Framsókn). Hins vegar er spurning hvort að nýr stjórnmálaflokkur sem sprytti upp úr grasrótinni myndi einungis taka fylgi frá VG og hjálpa þannig Sjálfstæðisflokknum að sitja við völd í framhaldinu. Hefur þú einhverja skoðun á þessu?
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
Þakka þér bréfið Ingibjörg Elsa. Ef fólk vill fjölga flokkum þá gerir það svo. Þannig virkar lýðræðið. Ég held hins vegar að fólki sem andæfir græðigisvæðingu undangenginna ára og vill fylkja sér um uppbuggingu á grunni jafnaðar, jafnréttis, fjölbreytni og unhverfisverndar sé bærilega borgið í VG!
Kv. Ögmundur