Fara í efni

ÞÖRF Á MEIRI FAGMENNSKU Í FRÉTTIR

Ég er sammála Hirti Hjartarsyni að þörf er á meiri fagmennsku í fréttirnar. Vaðandi hringlið í skattamræðunni hefur hreinlega skort á að fjölmiðlarnir sjálfir færu í saumana á málunum. Eftir það geta stjórnmálamenn og aðrir rifist um stefnu. Þeir eiga ekki að þurfa að rífast um hverjar eru staðreyndir mála. Síðan er náttúrlega hitt, að ríkisstjórnir undangenginna ára skuli hafa komist upp með annað eins niðurrif á samfélagi og eyðileggingu á landi án þess að þurfa í alvöru að standa skil gerða sinna frammi fyrir þjóðinni. Þar ber stjórnarandstaðan ábyrgð að undanskilinni Vinstrihreyfingunni grænu framboði, sem hefur hamst allt hvað hún hefur getað. Hér hefðu fjölmiðlar einnig þurft að koma sterkar inn.
En fyrst hafin er hér fegurðarsamkeppni um fréttamenn þá verð ég að taka undir með Þorleifi hér á síðunni, að Kristján Kristjánsson Kastljósmaður, hefur átt afbragsðgóða spretti og er glúrinn í meira lagi að mínu mati.
Hins vegar fagna ég þessari umræðu um fréttamennsku. Vonandi verður hægt að snúa henni upp í allsherjarhvatningu til fjölmiðla um að taka sig á. Hinu má svo aldrei gleyma að margt er ágætlega gert í íslenskum fjölmiðlum, þótt þeir mættu vera miklu öflugri.
Kveðja,
Haffi