ÞÖRF Á MEIRI UMFJÖLLUN UM UMHVERFISMÁL
Sæll Ögmundur Mér finnst margt af því sem þú tekur til umræðu hér á síðunni athyglisvert en mér finnst þó áberandi að umfjöllun um umhverfismál er allt of lítil. Nú ert þú þingflokksformaður flokks sem kennir sig við græna litinn sem þýðir að umfjöllun þarf að hafa meira vægi hjá öllum þingmönnum flokksins ekki bara Kolbrúnu og Þuríði. Þið hjá vinstri grænum þurfið að vera mun meira vakandi gagnvart ýmsu sem lítur að umhverfismálum og leggja meiri áherslu á þennan málaflokk annars er tómt mál að tala um grænan flokk. Með kveðja að öðru leyti fyrir oft góða pistla.
Jakob
Heill og sæll. Ég þakka ábendingua og er eflaust nokkuð til í henni þótt ekki verði annað sagt en á síðunni hafi mjög mikið verið fjallað um virkjanamál og þar með umhverfismál. En sjóndeildarhringurinn mætti eflaust verða víðari að því leyti sem þú nefnir. Mun ég reyna að taka ábendingu þína ti greina.
Með kveðju,
Ögmundur