Fara í efni

ÞÓRODDUR Á YOUTUBE

Þá eru páskarnir senn á enda og hversdagurinn að banka upp á að nýju. Ekki svo a skilja að viðtalið sem ég átti við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun, hafi verið eitthvað hversdagslegt. Það var það ekki heldur bæði fróðlegt og mjög umhugsunarvert. Þóroddur hefur rannsakað þessi mál betur en flestir aðrir fræðimenn, ef þá ekki allir, auk þess sem hann hefur átt sæti í nefndum og ráðum sem fjallað hafa um mál sem tengjast fiskveiðikerfinu.
Þau sem ekki hafa hlustað á viðtalið við Þórodd Bjarnason geta gert það hér á youtube: https://kvotannheim.is/